Hákon Gunnarsson (Hákon)

Hákon

Hákon Gunnarsson fæddist árið 1970. Sex árum seinna skrifaði hann sína fyrstu sögu sem braut klárlega gegn höfundarrétti Walt Disney samsteypunnar. Hann lofar að gera það ekki aftur. Eftir þetta brot varð nærri þrjátíu ára hlé á rithöfundarferli hans.

Þrátt fyrir nokkrar pásur lauk hann skólagöngu á þessum tíma, kríaði út próf frá Framhaldsskólanum á Húsavík og kláraði MA gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Á þessu tímabili vann hann meðal annars í fiskvinnslu og ostagerð, borðar samt enn mikið af fiski og osti.

Þegar Háskólanum lauk datt honum í hug að fara að skrifa hálf-fræðilega um kvikmyndir og bókmenntir meðfram vinnu í bókhaldi og eftir hann hafa nokkrar greinar birst í bókum og blöðum, en svo villtist hann af leið. Leiddist út í skáldskap. Kynni hans af Rithringnum hófust fyrir skömmu og hafa verið svo góð að skriftarbakterían hefur dafnað vel.

Hann er með söguna „Biðin — svipmynd“ í Smásögur 2013 og er hún fyrsta smásaga hans sem birtist opinberlega.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s