rjúpan…

Höfundur: Sigurður Blöndal 

 Þetta var síðasti dagur líf míns, hugsaði hann er hann gekk til rekkju kvöldið áður og lagðist til svefns undir dúnmjúka sængina.

Þetta er fyrsti dagur lífs míns, hugsaði hann þegar vekjaraklukkan hringdi með harmkvælum. Orðin þreytt og lúin. Slitin eftir margra ára starf við að koma honum á fætur.

Hann reis upp við dogg við fyrstu fölsku tóna klukkunnar. Við urgið og sargið í henni. Hann slökkti á henni.

Ég ætti að gefa þér frí núna, hugsaði hann til klukkunnar. Hún var búin að þjóna honum lengi. Mjög lengi. Mörg ár. Hann mundi ekki hve mörg. Hann hafði á vetrarmorgnum vaknað við væl klukkunar, en í sumarbyrjun vaknað með sólinni. Legið og velt sér eirðalaust í rúminu, horft á birtuna fyrir utan gluggann og beðið eftir að fölsku tónar klukkunnar gæfu honum í skyn að fótaferðatími væri framundan.

Hann sté fram úr rúminu, fór í inniskóna sína sem lágu við rúmið og tók nokkrar teygjuæfingar eins og hans var vani svona fyrst í morgunsárið.

Loksins, hugsaði hann. Loksins er komið að því.

Þetta var fyrsti daguri hans á eftirlaunum. Langþráð frí ævikvöldsins var loksins hafið. Frí sem hann hafði þráð lengi og beðið eftir. Mörg ár. Þreyttur á vinnustreði í áranna rás og tímaleysi fyrir sjálfan sig. Fyrra lífi hans sem launþega hafði lokið í gær.

Desembermorgunskíman sendi rökkva tóna sína inn milli rifanna á gluggatjöldum. Hann leit út. Morgunroðinn grúfði enn yfir borginni. Fáir voru á ferli úti við. Amstur hversdagsins var ekki vaknað til lífsins.

Hann rölti fram í eldhús, kíkti í ískápinn í leit að einhverju fyrir hungraðan maga. Hann greip fram kaldan lifrarpylsukepp frá kvöldinu áður. Hans uppáhald. Góður var hann heitur kvöldinu áður með rófustöppu, en betri var hann daginn eftir, eftir næturlanga vist í ískápnum. Hann teygði sig eftir saltinu og Garlic season all kryddinu og sturtaði hvoru tveggja yfir lifrarpylsukeppssneiðarnar eftir að hann hafði skorið keppinn snyrtilega niður í sneiðar. Ánægju og sælubros færðist yfir andlit hans við hvern munnbita.

Hunang fyrir bragðlaukanna, hugsaði hann um leið og hann sporðrenndi síðasta munnbitanum.

Hann skellti disknum og mjólkurglasinu í vaskinn og lét heita vatnsbununa brjóta niður leifarnar á diskinum.

 Frh í Smásögur 2013

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s